Kjarasamningur við Norðurál Grundartanga

Samningurinn er á milli Norðuráls Grundartanga annars vegar og Félags iðn- og tæknigreina, Verkalýðsfélags Akraness, Stéttarfélags Vesturlands, VR og Rafiðnaðarsambands Íslands vegna aðildarfélaga hins vegar. Hann var undirritaður 13. október 2021 og gildir til 31. desember 2024.

Lágmarkshækkanir á samningstíma

ATHUGASEMD Hækkunin í töflunni miðar við lægsta launaflokk. Við hækkanirnar bætist að grunnlaun 1. janúar 2023 og 1. janúar 2024 hækka sem nemur 95% af breytingu á launavísitölu Hagstofu Íslands frá desember til desember hvort árið um sig.

Launatöflur

Launaflokkur 1.jan. 2020 1.jan. 2021 1.jan. 2022
112/212 329.958 349.096 369.343
113/213 347.527 367.683 389.009
114 371.810 393.375 416.191
115/215 397.810 421.030 445.146
116/216 428.945 453.824 480.146
117/217 446.086 471.959 499.332

Desember- og orlofsuppbót

2020
223.095 kr.
2021
238.923 kr.
2022
244.896 kr.
2020
233.095 kr.
2021
238.923 kr.
2022
244.896 kr.

Vinnutími og vaktir

Helstu atriði er snúa að vinnutíma

  • Samningsaðilar vinna að styttingu vinnutíma starfsfólks í dagvinnu.
  • Vaktavinna í ker- og steypuskála er nú skipulögð miðað við 12 klukkustunda vaktir og fjóra vaktahópa.
  • Norðurál mun taka upp 8 tíma vaktakerfi í ker- og steypuskála eigi síðar en í janúar 2022.
  • Ef kallað er aftur í útkall eftir að starfsmaður er kominn heim eftir fyrsta útkall fær starfsmaður greidda aðra akstursgreiðslu.
  • Í samningnum eru bókanir um vinnutímastyttingu dagvinnumanna, endurskoðun bónuskerfis og bókun vegna 8 klukkustunda vaktakerfis.
  • Einnig er að finna áætlun um útfærslu aukavakta.