Kjarasamningur við Rio Tinto á Íslandi (ISAL)

Samningur 23 er á milli Rio Tinto á Íslandi og Verkalýðsfélagsins Hlífar, VM, FIT og Rafiðnaðarsambands Íslands og VR.

Launatafla og launahækkanir

1.júní 2021 1. júní 2022
Launaflokkur 11 338.674 kr. 342.250 kr.
Launaflokkur 12/111 374.235 kr. 378.187 kr.
Launaflokkur 13 409.796 kr. 414.123 kr.
Launaflokkur 14 428.003 kr. 432.523 kr.
Launaflokkur 15 449.403 kr. 454.149 kr.
Launaflokkur 16 467.380 kr. 472.316 kr.

 

Ath. Iðnaðarmenn sem hafa 2 ára sveinsbréf eða eldra, þegar þeir hefja störf hjá ISAL, skulu eiga rétt á 5% hærri grunnlaunum en viðkomandi launaflokkur segir til um. Iðnaðarmenn sem hafa 5 ára sveinsbréf eða eldra, þegar þeir hefja störf hjá ISAL, skulu eiga rétt á 8% hærri grunnlaunum en viðkomandi launaflokkur segir til um. Síðan eiga þeir rétt á starfsaldurshækkunum miðað við starfsaldur hjá ISAL, sem aðrir starfsmenn.

Laun hækka um sama hlutfall og gerist í sambærilegum orkusæknum iðnfyrirtækjum, skv. sameiginlegu mati aðila.

Laun hækka um sama hlutfall og gerist í sambærilegum orkusæknum iðnfyrirtækjum, skv. sameiginlegu mati aðila.

Laun hækka hlutfallslega um mismun hækkunar launavísitölu almenns vinnumarkaðar milli janúarmánaða 2024 og 2025 og launavísitölu ISAL á sama tímabili, þó án hækkunarinnar 1. júní 2024.

Laun hækka hlutfallslega um 7/12 mismunar hækkunar launavisitölu almenns vinnumarkaðar milli janúarmánaða 2025 og 2026 og launavísitölu ISAL á sama tímabili, þó án hækkunarinnar 1. júní 2025.

Eftir 6 mánuði 5%
Eftir 1 ár 9%
Eftir 2 ár 11%
Eftir 3 ár 13%
Eftir 4 ár 15%
Eftir 5 ár 17%
Eftir 10 ár 19%

Ath. Iðnaðarmenn sem hafa 2 ára sveinsbréf eða eldra, þegar þeir hefja störf hjá ISAL, skulu eiga rétt á 5% hærri grunnlaunum en viðkomandi launaflokkur segir til um. Iðnaðarmenn sem hafa 5 ára sveinsbréf eða eldra, þegar þeir hefja störf hjá ISAL, skulu eiga rétt á 8% hærri grunnlaunum en viðkomandi launaflokkur segir til um. Síðan eiga þeir rétt á starfsaldurshækkunum miðað við starfsaldur hjá ISAL, sem aðrir starfsmenn.

Vaktaálag

Mán-fös (8-16)
Mán-fös (16-24)
0%
33%
Lau-sun (8-24)
Alla daga (00-08)
55%
60%

Yfirvinna skal vera 1,14% af mánaðarlaunum viðkomandi launaflokks en án vaktaálags. Stórhelgidagavinna skal greidd af sama grunni.

Yfirvinnuálag

Yfirvinna
Stórhelgidagavinna
1,14%
1,375%

Yfirvinna skal vera 1,14% af mánaðarlaunum viðkomandi launaflokks en án vaktaálags. Stórhelgidagavinna skal greidd af sama grunni.

Desember- og orlofsuppbót

2021
224.702 kr.
2022
227.075 kr.
Ath. Starfsmaður sem í apríllok hefur unnið samfleytt hjá ISAL í eitt ár eða lengur skal fá greidda orlofsuppbót og starfsmaður sem í nóvemberlok hefur unnið samfleytt hjá ISAL í eitt ár eða lengur skal fá greidda desemberuppbót. Orlofs- og desemberuppbót skal nema hálfum byrjunarlaunum 14. launaflokks að viðbættu 2ja ára sveinsbréfsálagi (5%) og ferðapeningum. Orlofsuppbótin kemur til greiðslu með maílaunum og desemberuppbótin með nóvemberlaunum.
2021
224.702 kr.
2022
227.075 kr.

Ath. Starfsmaður sem í apríllok hefur unnið samfleytt hjá ISAL í eitt ár eða lengur skal fá greidda orlofsuppbót og starfsmaður sem í nóvemberlok hefur unnið samfleytt hjá ISAL í eitt ár eða lengur skal fá greidda desemberuppbót. Orlofs- og desemberuppbót skal nema hálfum byrjunarlaunum 14. launaflokks að viðbættu 2ja ára sveinsbréfsálagi (5%) og ferðapeningum. Orlofsuppbótin kemur til greiðslu með maílaunum og desemberuppbótin með nóvemberlaunum.