Gæludýr leyfð í húsi í Skorradal

Mánudaginn 3. júní kl 13:00 verður opnað fyrir haustleigu á orlofseignum félagsins í nýju orlofskerfi.

Jafnframt verður breyting fyrir gæludýraeigendur. Ákveðið hefur verið að heimila gæludýr í Vatnsendahlíð í Skorradal, frá og með haustinu.

Vinsamlegast athugið að þrátt fyrir þessa heimild er lausaganga hunda ekki leyfð á svæðinu.

Fólki með ofnæmi fyrir dýrum er ráðlagt að fara ekki í þessa bústaði.

FIT bindur vonir við að gæludýraeigendur verði ánægðir með þessa breytingu.

Gæludýraeigendur eru minntir á, eins og aðrir gestir, að þrífa vel eftir veru sína í húsunum.